Hvernig skrái ég mig í áskrift?
Skiptir máli í hvaða röð máltíðirnar eru eldaðar?
Því miður erum við ekki að taka við kössum né kælimottum til baka eins og við gerðum. Helsta ástæða þess er hreinlæti.
Eldum rétt er annt um náttúruna og við reynum eftir mesta megni að passa að allt framleiðsluferli okkar hafi sem minnst kolefnisfótspor.
Viðskiptavinir fá matinn sinn í kössum sem hlotið hafa FSC vottun og eru „Responsible Forestry Certified“ eða með vottun um ábyrga skógrækt. Við mælum með því að kassarnir séu flokkaðir í viðeigandi tunnur eða grenndargáma.
Í kælimottunum er vistvænn vökvi sem er ekki skaðlegur náttúrunni svo það er í góðu lagi að klippa á plastið og hella innihaldinu í vaskinn og láta renna vel á eftir. Plastið má svo flokka í viðeigandi tunnu.
Ef þú fékkst ekki uppskriftir með kassanum þínum eða þær hafa glatast þá er lítið mál að nálgast þær á heimasíðunni okkar.
Til að nálgast uppskriftir þarft þú að byrja á því að skrá þig inn á aðganginn þinn - smellir á matseðlar - flettir til baka um viku eða þar til þú finnur réttinn sem á að elda - smellir á réttinn - smellir á "Elda rétt" og þar getur þú séð skrefinn og einnig valið stærðina á matarpakkanum sem þú ert með og hlaðið niður PDF skjali ef það er betra.
Það er líka hægt að skoða uppskriftirnar í appinu okkar með því að skrá sig inn, smella á uppskriftir og finna þar réttinn sem vantar.
Þú skráir þig inn á heimasíðuna okkar eldumrett.is og ferð inn á „minn aðgang“. Neðarlega á þeirri síðu eru greiðslu upplýsingar og þar smellir þú á „sjá allt“ þaðan smellir þú á „bæta við greiðslumáta“ velur Valitor, fyllir út alla reitina þar og smellir á vista. Þá ættir þú að geta séð nýja kortið á kortayfirlitinu og smellir þá á „breyta“ og hakar í sjálfgefið og vista. Þá ætti nýja kortið að vera komið inn á aðganginn þinn.
Það er okkur afar dýrmætt þegar þið, kokkarnir okkar, gefið réttunum einkunn. Ástæðan fyrir því er svo við vitum hvort rétturinn hafi slegið í gegn eða hvort eitthvað megi betur fara.
Til þess að gefa réttunum einkunn þarf að skrá sig inn á heimasíðuna okkar, finna réttinn sem gefa á einkunn og velja þar stjörnur frá einni upp í fimm. Þá er einnig hægt að skrifa athugasemd sem gæti nýst okkur til að gera réttinn enn betri.
Við bjóðum upp á þrjá afhendingarmáta
- Sækja til okkar á Nýbýlaveg 16
- Fá heimsent upp að dyrum
- Sækja á næstu afhendingarstöð Flytjanda.
Við sendum heim að dyrum í eftirtalin póstnúmer:
Höfuðborgarsvæðið - 750 kr
Mánudaga milli klukkan 11:00 og 18:00
- Reykjavík: 101, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113
- Seltjarnarnes: 170
- Mosfellsbær: 270
- Kópavogur: 200, 201, 203
- Garðabær: 210
- Hafnarfjörður: 220, 221
- Álftanes: 225
Vesturland - 890 kr
Mánudaga milli klukkan 12:30 og 18:00
- Kjalarnes: 116
- Akranes: 300
- Borgarnes: 310
Norðurland - 1190 kr (+300 kr fyrir hvern matarpakka umfram)
Þriðjudagar milli klukkan 12:30 og 18:00
- Akureyri: 600, 603
Reykjanesbær - 790 kr
Mánudaga milli klukkan 12:00 og 18:30
- Reykjanesbær: 230, 232, 235, 262, 260
Vogar & Grindavík - 890 kr
Mánudaga milli klukkan 12:00 og 18:30
- Vogar: 190
- Grindavík: 240
Suðurland - 990 kr
Mánudaga milli klukkan 12:30 og 18:00
- Selfoss: 800
- Hveragerði: 810
- Þorlákshöfn: 815
- Eyrarbakki: 820
- Stokkseyri: 825
- Hella: 850
- Hvolsvöllur: 860
Vestfirðir - frá 1090 kr (+300 kr fyrir hvern matarpakka umfram)
Þriðjudagar milli klukkan 12:30 og 18:00
- Ísafjörður: 400
- Hnífsdalur: 410
- Bolungarvík: 415
Austurland, Vestmannaeyjar og önnur póstnúmer - 1400 kr (fyrir hvern matarpakka)
Við sendum nú um allt land. Ef þitt póstnúmer er ekki tilgreint hér að ofan getur þú sótt matarpakkann þinn á næstu afhendingarstöð Flytjanda.
Ekki er hægt að bæta heimsendingu við pöntun eftir að pöntunarfrestur viðkomandi viku rennur út. Ef enginn er til staðar til að taka við matarpakkanum er matarpakkinn skilinn eftir á þeim stað sem óskað er eftir. Aðeins er sent á það heimilisfang sem skráð er í afhendingarupplýsingar.
Allir heimsendir matarpakkar innihalda kælimottur til að halda matnum við kjörhitastig. Við mælum með því að öllum plast og pappírsumbúðum sé fargað í bláu tunnuna.
Við bjóðum við upp á að greiða með kreditkorti (Visa / Mastercard), debetkorti og einnig er hægt að óska eftir kröfu í heimabanka með Pei greiðsluþjónustu.
Því fyrr sem máltíðirnar eru eldaðar þeim mun betra, til þess að hráefnin séu sem ferskust. Almennt viðmið er að máltíðirnar endast í að minnsta kosti 3 daga frá afhendingardegi. Þessi tími getur þó verið töluvert lengri. Við mælum einnig með því á matseðlum okkar hvaða máltíð er best að elda fyrst.
Við skiljum pakkann eftir fyrir utan. Þú getur einnig skilið eftir ýtarlegri upplýsingar um hvað við eigum að gera við pakkann ef þú ert ekki heima. Við getum t.d. sett hann á ákveðinn stað við húsið þitt eða skilið hann eftir hjá nágrannanum.
Já, það getur skipt máli í hvaða röð þær eru eldaðar til að maturinn verði sem ferskastur. Við tökum fram með litum á matseðlum okkar í hvaða röð best sé að elda matinn. Máltíðirnar eru litamerktar; gulur, rauður og grænn. Best er að elda máltíðirnar í þessari röð.