Skip to main content

Hvernig skrái ég mig í áskrift?

Þegar matarpakki er valinn er smellt á hnappinn "Gerast áskrifandi". Því næst er gengið frá pöntuninni eins og um staka pöntun hafi verið að ræða. Eftir það er dregið af kortinu vikulega fyrir sömu stærð af pakka og sömu afhendingu. Ef breyta á áskrift er best að óvirkja virka áskrift og stofna nýja með því að ganga aftur í gegnum kaupferli. Einnig er hægt að hafa samband við Eldum rétt, símleiðis eða í gegnum tölvupóst

Skiptir máli í hvaða röð máltíðirnar eru eldaðar?

Já, það getur skipt máli í hvaða röð þær eru eldaðar til að maturinn verði sem ferskastur. Við tökum fram með litum á matseðlum okkar í hvaða röð best sé að elda matinn. Máltíðirnar eru litamerktar; gulur, rauður og grænn. Best er að elda máltíðirnar í þessari röð.