Snorri Guðmundsson
Snorri er einn af matgæðingum Eldum rétt. Snorri ólst upp á frekar ævintýragjörnu heimili þegar kemur að matargerð, en áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar hann bjó í matarborginni Vancouver og lagði stund á nám í hljóðhönnun. Í dag notast hann minna við eyrun og meira við nefið, tunguna og ekki síst augun, því matarljósmyndun á ekki síst hug hans allann. Ef Snorri er ekki í tilraunarstarfsemi í eldhúsinu eða að ljósmynda mat af mikilli kostgæfni þá má finna hann í kraftlyftingasalnum. Einnig heldur Snorri úti heimasíðunni www.maturogmyndir.is