Áskrift

Þegar áskrift hefur verið valin verður tiltekin upphæð pöntunar gjaldfærð af því kreditkorti sem skráð er. Kortið er gjaldfært þegar pöntunarfrestur rennur út á miðnætti á miðvikudegi viðkomandi viku. Ef ekki fæst heimild verður pöntunin ekki afgreidd.

Uppsögn á áskrift

Ef segja á upp áskrift skal það gert í gegnum ,,Minn aðgang" á www.eldumrett.is áður en pöntunarfrestur rennur út fyrir þá viku. Að öðrum kosti verður pöntuninn gjaldfærð, afgreidd og fæst ekki endurgreidd.

Breyting á pöntun

Ekki er hægt að gera breytingu á pöntun, eða hætta við hana, eftir að pöntunarfrestur rennur út fyrir viðkomandi viku.

Heimsending og afhending matarpakka

Ekki er hægt að bæta heimsendingu við pöntun eftir að pöntunarfrestur viðkomandi viku rennur út. Ef enginn er til staðar til að taka við matarpakkanum er matarpakkinn skilinn eftir á þeim stað sem óskað er eftir. Aðeins er sent á það heimilisfang sem skráð er í afhendingarupplýsingar.

Heimsendingarþjónusta er ekki í boði fyrir alla landshluta.

Veður

Óviðráðanlegar aðstæður, eins og slæmt veður, geta komið upp. Áskiljum við okkur rétt til að fresta afhendingu ef svo reynist. Matarpakkanum verður reynt að koma til skila eins fljótt og auðið er. Breyting á innihaldi: Í einstaka tilfellum getur réttur verið örlítið frábrugðinn því sem auglýst er á heimasíðunni. Það orsakast helst af því að tiltekið hráefni fæst ekki afgreitt af birgja, við reynum okkar besta í að fá sambærileg hráefni.