Skip to main content

Skilmálar

Áskrift

Þegar áskrift hefur verið valin verður tiltekin upphæð pöntunar gjaldfærð af því kreditkorti sem skráð er. Kortið er gjaldfært þegar pöntunarfrestur rennur út á miðnætti á miðvikudegi viðkomandi viku. Ef ekki fæst heimild verður pöntunin ekki afgreidd.

Uppsögn á áskrift

Ef segja á upp áskrift skal það gert í gegnum ,,Minn aðgang" á www.eldumrett.is áður en pöntunarfrestur rennur út fyrir þá viku. Að öðrum kosti verður pöntuninn gjaldfærð, afgreidd og fæst ekki endurgreidd.

Breyting á pöntun

Ekki er hægt að gera breytingu á pöntun, eða hætta við hana, eftir að pöntunarfrestur rennur út fyrir viðkomandi viku.

Heimsending og afhending matarpakka

Ekki er hægt að bæta heimsendingu við pöntun eftir að pöntunarfrestur viðkomandi viku rennur út. Ef enginn er til staðar til að taka við matarpakkanum er matarpakkinn skilinn eftir á þeim stað sem óskað er eftir. Aðeins er sent á það heimilisfang sem skráð er í afhendingarupplýsingar.

Heimsendingarþjónusta er ekki í boði fyrir alla landshluta.

Veður

Óviðráðanlegar aðstæður, eins og slæmt veður, geta komið upp. Áskiljum við okkur rétt til að fresta afhendingu ef svo reynist. Matarpakkanum verður reynt að koma til skila eins fljótt og auðið er.

Breyting á innihaldi

Í einstaka tilfellum getur réttur verið örlítið frábrugðinn því sem auglýst er á heimasíðunni. Það orsakast helst af því að tiltekið hráefni fæst ekki afgreitt af birgja, við reynum okkar besta í að fá sambærileg hráefni.

Ósóttir matarpakkar

Afhending á matarpökkum fer fram á Nýbýlavegi 16 í Kópavogi. Opið er til kl 20 mánudags-, þriðjudags-, og miðvikudagskvöld. Séu matarpakkar ekki sóttir eru þeir gefnir í Fjölskylduhjálp Íslands.

Breyttur afhendingartíma vegna hátíðardaga eða óviðráðanlegra aðstæðna

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta afhendingardögum í kringum frí- og hátíðardaga. Verði breyting á afhendingardögum, þá sendum við út tilkynning til viðskiptavina.

Póstlisti

Við stofnun aðgangs er notandi sjálvirkt skráður á póstlista Eldum rétt. Val er um að fá ákveðna tegund markpósta senda. Einfalt er að afskrá sig af eintaka póstlistum eða öllum í heildsinni. Hægt er að afskrá sig af póstlista undir "mínum aðgangi" eða með afskráningarhlekk sem fylgir öllum póstlista skilaboðum.

Skilaboð tengd kaupum (transactional messages)

Eldum rétt áskilur sér rétt til að hafa samband við eða senda skilaboð til viðskiptavina ef samskiptin varða kaup á vörum frá Eldum rétt. Skilaboðin geta t.d. verið send með tölvupósti, sms eða í gegnum push-notification. Sem dæmi um skilaboð tengd kaupum væru upplýsingar um stöðu afhendingar, kvittun fyrir kaupum, frávik á þjónustu o.s.frv. 

Persónuverndarstefna

Allir notendur Eldum rétt gangast undir persónuverndarstefnu Eldum rétt. Hægt er að lesa persónuverndarstefnuna hér: Persónuverndarstefna | Eldum rétt (eldumrett.is)