Skip to main content

Number of people

Sækja sem PDF
tex

Tex mex kjúklinga píta

með pico de gallo og guacamole

Undirbúningur

10 min

Heildartími

30 min

Leiðbeiningar

Vinsamlegast lesið í gegnum uppskriftina áður en hafist er handa.
Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel að elda rétt.

Undirbúningur

Forhitið ofn í 180°C með yfir og undirhita (ef hita á pítubrauð í ofni).

Takið til áhöld

Hnífur, skurðarbretti, skál, panna.

1

Pico de gallo

Skerið tómata í litla bita, saxið rauðlauk og kóríander. Blandið saman í skál.

2

Límónusósa

Rífið límónubörk út í límónusósugrunn (varist að taka hvíta undirlagið með) og smakkið svo til með límónusafa, salti og pipar.

3

Guacamole

Skerið lárperu til helminga og skafið innihaldið úr. Stappið lárperuna og smakkið til með límónusafa, salti og pipar.

4

Steikið kjúkling

Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fallega brúnaður og fulleldaður.

5

Hitið pítubrauð

Hitið pítubrauðin í stutta stund í ristavél eða penslið með smá vatni og hitið í ofni þar til brauðin eru heit og mjúk.

6

Setjið saman

Skerið hvert pítubrauð í tvennt svo úr verði 2 hálfmánar. Raðið kjúklingi, sósu, grænmeti og guacamole í píturnar. 

7

Berið fram

Berið fram Tex mex kjúklingapítu með pico de gallo og guacamole.

Hráefni sem þú færð afhend
300 g
Tex mex kjúklingastrimlar
3 stk.
Pítubrauð súrdeigs
60 g
Kirsuberjatómatar
1 stk.
Rauðlaukur
1 stk.
Límóna
1 stk.
Lárpera
30 g
Íssalat
120 ml
Límónusósugrunnur
4 g
Kóríander
Þú þarft að eiga heima
Olía
Flögusalt
Pipar