
Tabs
Primary tabs

Tex mex kjúklinga píta
með pico de gallo og guacamole
Undirbúningur
10 minHeildartími
30 minLeiðbeiningar
Vinsamlegast lesið í gegnum uppskriftina áður en hafist er handa.
Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel að elda rétt.
Undirbúningur
Forhitið ofn í 180°C með yfir og undirhita (ef hita á pítubrauð í ofni).
Takið til áhöld
Hnífur, skurðarbretti, skál, panna.
Pico de gallo
Skerið tómata í litla bita, saxið rauðlauk og kóríander. Blandið saman í skál.
Límónusósa
Rífið límónubörk út í límónusósugrunn (varist að taka hvíta undirlagið með) og smakkið svo til með límónusafa, salti og pipar.
Guacamole
Skerið lárperu til helminga og skafið innihaldið úr. Stappið lárperuna og smakkið til með límónusafa, salti og pipar.
Steikið kjúkling
Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fallega brúnaður og fulleldaður.
Hitið pítubrauð
Hitið pítubrauðin í stutta stund í ristavél eða penslið með smá vatni og hitið í ofni þar til brauðin eru heit og mjúk.
Setjið saman
Skerið hvert pítubrauð í tvennt svo úr verði 2 hálfmánar. Raðið kjúklingi, sósu, grænmeti og guacamole í píturnar.
Berið fram
Berið fram Tex mex kjúklingapítu með pico de gallo og guacamole.