Skip to main content

GESTAKOKKUR

30. SEPT - 27. OKT


Kunsang Tsering


Gestakokkur

Veldu rétt með Kunsang Tsering á Ramen momo

Í október er hægt að panta Ramen kjúklingasúpu í Veldu rétt sem er sérstaklega útbúin af Kunsang Tsering eiganda Ramen momo fyrir Eldum rétt


Pöntunarfrestur til miðnættis á miðvikudögum - afhending á mánudögum. Athugið að rétturinn kemur í takmörkuðu upplagi í hverri viku.


Stærðir eru fyrir 2, 3 og 4


Heimsent um allt land, sjá nánar hér.


Ramen Momo veisla

Veislan er sérstaklega útbúin af Kungsang eiganda Ramen Momo fyrir Eldum rétt

Besta súpan í Reykjavík

Ramen momo er veitingastaður í hjarta borgarinnar stofnaður af hjónunum Kunsang Tsering og Ernu Pétursdóttur árið 2014. Stuttu síðar opnuðu þau fyrstu ramen gerðina á Íslandi þar sem þau handgera sínar eigin lífrænu ramen núðlur. Kunsang nam núðlugerðarlist í Osaka í Japan. Þau leggja áherslu á að nýta hráefni úr nærumhverfi og vinna eftir sjálfbærum og umhverfisvænum gildum.
 
Við kynnum með stolti samstarf Eldum rétt og Ramen momo. Í október munum við bjóða upp á þeirra einstöku Ramen súpu. Í ár hlaut hún nafnbótina ,,Besta súpan í Reykjavík”, fjórða árið í röð, að mati Reykjavík Grapevine.

Ramen (ラーメン) er núðlusúpa sem á uppruna sinn að rekja til Kína og hefur orðið einn vinsælasti rétturinn í Japan á síðustu áratugum.  
Útfærsla réttarins er breytileg eftir borgum og möguleikarnir eru óendanlega margir hvað varðar bragð og framsetningu. Með þessum rétti ferðast bragðlaukarnir alla leið til Japans. Hér fær grænmetissoð aðra og dýpri merkingu þar sem kombuþang og shiitake sveppir dansa saman í skemmtilegri bragðupplifun. Safaríkar kjúklingabringur sem hafa fengið að malla í kjúklinga umamisósu, ásamt lungamjúkri eggjarauðu og handgerðum lífrænum núðlum úr smiðju meistara Kunsang.

 

ボナペティ
Meshiagare!