

Jólamáltíðin í ár er uppáhald margra, má þar nefna Gordon Ramsey, James Corden ásamt Julíu Childs og Richard Nixon heitnum. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Grikkir eru meðal þeirra sem hafa eignað sér réttinn en samkvæmt heimildum voru Grikkir með þeim fystu til að vefja þunnu deigi utan um kjöt áður en það var eldað. Bretar segja réttinn hafa fyrst verið búinn til af kokki sem sá um matinn í hátíðahöldunum eftir að hertoginn af Wellington sigraði frakka í orustunni við Waterloo árið 1851. Rétturinn minnir óneitanlega á franska réttinn ,,filet de boeuf en croute" svo Frakkar segja að í mikilmennskubrjálæði eftir sigurinn hafi Englendingar einfaldlega endurnefnt og eignað sér réttinn. Aðrir segja hann einfaldlega bera þetta heiti þar sem óskorinn líti hann einfaldlega út eins og hefðbundið ,,Wellington" stígvél. Svo virðist sem ekkert skýrt svar sé um raunverulega sögu Wellington nautalundarinnar eða hvaðan rétturinn er upprunninn. Eins og margir af bestu réttum heims, tekur hann innblástur frá mismunandi stöðum og menningarheimum og hefur þannig þróast í það sem hann er í dag. Við vitum ekki með ykkur en við hjá Eldum rétt elskum að skera í brakandi stökka - og á sama tíma mjúka smjördegið og dýrindis nautalundina. Saman bráðnar þetta upp í manni og ekki er verra að hafa himneska villisveppasósu, rósakál og bakaðar kartöflur með. Það er mjög mikilvægt að skera Wellington sneiðarnar ekki of þunnt, rétt rúmir 2,5 cm er fullkomin þykkt. Njótið svo af hjartans lyst!
Nánar um réttinn
Næringarupplýsingar
938 cal
15 g
77 g
41 g
6 g
Þessi hráefni fylgja með




















Þú þarft að eiga




