Skip to main content
Teriyaki svartbaunaskál

Teriyaki svartbaunaskál

með bökuðu graskeri, lárperu og fersku salati

Einkunnagjöf

Eitt bragð getur verið alveg sérstakt út af fyrir sig, eins og það er. Svo bætist við annað bragð og þá verður gjarnan til þriðja bragðið. Ef svo enn eitt og jafnvel tvennt er sett saman við, verður til eitthvað alveg óútskýranlegt sem ber þó ekki endilega keim af þeim sem fyrst voru til staðar. Þetta er einmitt einn hluti galdursins við samsetningu uppskrifta og frábæra matseld. Dæmi um framansagt gæti akkúrat verið þessi réttur. Hér er framinn galdur með hráefnum sem fara einstaklega vel saman og mynda þessa snilldar heild í lokin. Varla þarf að fara mörgum orðum um hollustuna sem er auðvitað framúrskarandi eins og í öllum okkar uppskriftum. 

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

402 cal

Prótein

11 g

Fita

12 g

Kolvetni

53 g

Trefjar

8 g

Þessi hráefni fylgja með

Svartbaunir
Svartar kjúklingabaunir
Teriyakisósa
Teriyakisósa
Hrísgrjón í skál
Hrísgrjón
Límóna
Límóna
Kóríander
Kóríander
Grasker
Grasker
Sesamfræ
Sesamfræ
Hvítlauksduft
Hvítlauksduft
Vorlaukur í búnti
Vorlaukur
Spínat
Spínat
Rauðkál Hrátt
Rauðkál
Lárpera skorin
Lárpera

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
Salt
Salt, sjávarsalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

SOJA, SESAMFRÆ
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun