Skip to main content
Vegan tagliatelle

Tagliatelle með eggaldin

basil, tómötum og vegan parmesan

Einkunnagjöf

Hér er sko kominn hinn eini sanni pastaréttur fyrir veganista sem gefur engum öðrum pastarétti neitt eftir. Pottþéttur og sérsaklega bragðgóður. Vegan Parmesan hefur ögn öðruvísi keim en venjulegur Parmesan en ekki verri, er sko óhætt að segja. Allir sem bragða elska þennan rétt, líka þeir sem ekki eru vegan. Eggaldin verða æ vinsælli og hafa þann góða eiginleika að vera gífurlega trefjarík og holl, auk þess sem þau sjúga svo vel í sig alls kyns gómsæt bragðefni -eins og þið munið komast að. Þið verðið sko ekki svikin af þessum!

Nánar um réttinn

Heildartími

40-45 min

Næringarupplýsingar

Orka

470 cal

Prótein

16 g

Fita

7 g

Kolvetni

73 g

Trefjar

12 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Eggaldin
Eggaldin
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Basilíka fersk
Basilíka
Kryddblanda - oregano og chillí
Kryddblanda - oreganó og chili
Kapers
Kapers
Rauðvínsedik
Rauðvínsedik
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Spínat
Spínat
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
Tagliatelle
Tagliatelle án eggja
Parmesan ostur vegan
Parmesan ostur - vegan

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

SÚLFÍT, DURUMHVEITI, KASJÚHNETUR, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun