Skip to main content
Taco a la parilla

Taco a la parilla

með ananassalsa og hvítlaukssósu

Einkunnagjöf

Fyrir utan hollustuna í þessari máltíð er hann einfaldlega gómsætur. Allir bragðlaukarnir í syngjandi sveiflu, þar sem bragðtegundir úr ólíkum áttum koma snilldarlega saman. Ananas, lárpera og kóríander eiga það nefnilega til að framkalla umami fílíng eins og þið munið brátt upplifa. Hér er sannkölluð veisla á ferðinni og mikið bragðferðalag framundan - njótið!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

25 min

Næringarupplýsingar

Orka

180 kkal / 753 kJ

Fita

11 g

þar af mettuð

1,2 g

Kolvetni

12 g

þar af sykurtegundir

2,6 g

Trefjar

2,7 g

Prótein

6,4 g

Salt

0,8 g

Þessi hráefni fylgja með

Oumph grill
Oumph! með grillkryddi
Tortilla
Tortilla vefjur 6"
Smátómatar
Smátómatar
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Ananasbitar
ananas bitar
Íssalat
Íssalat
Lárpera skorin
Lárpera
Hvítlaukssósa
Vegan hvítlaukssósa
Kóríander
Kóríander

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Innihaldslýsing

Oumph! með grillkryddi (30%) (vatn, 21% SOJA, próteinþykkni (úr SOJABAUNUM), sólblómaolía, paprika, salt, sykur, tómatur, svartur pipar, steinselja, hvítlaukur, oregano, engifer, rósmarín, kúmen, rautt chilli), tortilla vefjur 6" (14%) (HVEITI, vatn, repjuolía, bindiefni (E422), salt, ýruefni (E471), HVEITIGLÚTEN, lyftiefni (E500), sýra (E330), þykkingarefni (E415)), vegan hvítlaukssósa (13%) (majónes - vegan (vatn, repjuolía, sykur, SINNEP (sykur, edik, maíssterkja, SINNEPSMJÖL, HVEITI, salt, krydd, mjólkursýra (E270)), salt, edik, SINNEPSDUFT, sýra (E260), krydd, bindiefni (E412, E415), rotvarnarefni (E202, E211), umbreytt sterkja (E1442, E1450), sýra (E330)), vatn, límónusafi (vatn, límónuþykkni, rotvarnarefni (E211, E223 (SÚLFÍT)), límónu olía), hvítlauksduft), rauðlaukur (11%), lárpera (11%), smátómatar (9%), ananas bitar (9%) (ananas, ananassafi), íssalat (4%), kóríander.
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun