Skip to main content
með lárperusalati og hvítlaukssósu

Svartbauna enchilada

með lárperusalati og hvítlaukssósu

Rating

Hver er munurinn á burrito og enchilada? Munurinn ku vera bæði margvíslegur og nokkuð umdeildur, en eitt eru flestir sammála um og það er að burrito er fersk og enchilada er stökk og elduð í gegn. Munur þessi fellst meðal annars í því að burrito er fyllt og borðað strax sem býður uppá ferskt hráefni eins og hrátt grænmeti og salat. Enchiladan er hinsvegar fyllt og elduð eftirá, oftar en ekki er svo ostur bræddur ofaná. Hér er einmitt það á ferðinni; Dásamlegar seðjandi rjúkandi heitar tortilur með bræddum osti ofaná. Silkimjúka sæta kartaflan og svartbauna fyllingin mætast í áferðum og mynda snilldar heild með tómat salsanu og fersku meðlætinu. Þvílík veisla! eða ökllu heldur „fiesta!“

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

35 min

Næringarupplýsingar

Orka

739 cal

Prótein

22 g

Fita

35 g

Kolvetni

72 g

Trefjar

12 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
Svartbaunir
Svartbaunir
Tortilla
Heilhveiti vefjur 8"
Salsamauk
Salsamauk
Hvítlaukssósa
Hvítlaukssósa
Lárpera skorin
Lárpera
Rauð paprika
Rauð paprika
salatblanda
Salatblanda
Cheddar blanda
Rifinn ostur - cheddar blanda

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

HVEITI, EGG, SINNEP, BYGG, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun