Skip to main content
SuðurAmerískPíta

Suður amerísk svartbaunapíta

með lárperu og pico de gallo

Einkunnagjöf

Hér er um að ræða Suður-Amerískan rétt sem verður þess valdandi að þér finnst þú finna hitann í Brazilíu og fjallaloftið í Perú. Pico de gallo er heimsfræg sósa/salsa, sem á ættir að rekja til suður - Ameríku, eins og margt annað sem vinsælt er hjá mathákum – og áhugamönnum um matargerð. Í venjulega pico de gallo eru sex innihaldsefni; þroskaðir tómatar, laukur, jalapeno, kóríander, límonu og salt. Svartar baunir eru orðin algeng fæða á vesturlöndum og eru þær afar bragðmiklar og langt frá grænu baununum, nú eða gulu (sem náttúrulega eru ekki baunir, en það er önnur saga). Jalapenoið eykur svo mjög á bragðmagn og matarupplifun. En til að gera mögulega flókið mál einfalt: Hér er allt gert til að fá sem upprunalegast bragð og það tekst. Et, drekk og ver glaður!

Nánar um réttinn

Heildartími

25-30 min

Næringarupplýsingar

Orka

859 cal

Prótein

26 g

Fita

29 g

Kolvetni

106 g

Trefjar

17 g

Þessi hráefni fylgja með

Svartbaunir
Svartbaunir
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Rauð paprika
Rauð paprika
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
Kóríander
Kóríander
Lárpera skorin
Lárpera
Límóna
Límóna
Vegan aioli
Vegan aioli
Kjúklingakraftur
Kryddblanda fyrir svartbaunapítu
Jalapeno pikklað
Jalapeno - pikklað
Pítubrauð _ NINA
Pítubrauð súrdeigs

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

SINNEP, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta