Skip to main content
Fiskur í raspi

Steiktur fiskur í raspi

með kartöflum og tartarsósu

Einkunnagjöf

Hér er á ferðinni einhver hefðbundnasti matur sem Íslendingar bera á borð og hafa gert síðan rasp fluttist til landsins og varð hluti af matartilbúningsvenjum (alveg nýtt orð, lofa). Allir elska svona mat og krakkar biðja um þetta og segja að þorskur í raspi sé uppáhaldsmaturinn þeirra. Franskar og kokteilsósa hafa oftast verið vinsælasta viðbitið, svona allaveg síðustu áratugi. Hér er það hinsvegar venjulegar sofnar kartöflur og svo hin óviðjafnanlega tartarsósa (sem barst hingað með Bretanum) og gerir allan góðan fisk ennþá betri -enda eitthvað svo skemmileg bragðgerð (líka nýtt orð). Njótið - og hér eftir viljið þið bara hafa ýsuna ykkar í raspinu okkar.

Nánar um réttinn

Heildartími

15–20 min

Næringarupplýsingar

Orka

138 kkal / 577 kJ

Fita

6,6 g

þar af mettuð

0,2 g

Kolvetni

11 g

þar af sykurtegundir

2,0 g

Trefjar

1,5 g

Prótein

8,2 g

Salt

< 0.5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ýsa í raspi
Ýsa í raspi
kartöflur premier
Kartöflur
Rúgbrauð
Rúgbrauð
Hvítlauks kóríander sósa
Tartarsósa
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Innihaldslýsing

Ýsa í raspi (34%) (ÝSA (FISKUR), HVEITI, vatn, ger, salt, olía, litarefni (E100, E160b) hvítlaukur, pipar), kartöflur (32%), tartarsósa (13%) (repjuolía, vatn, sósugrunnur (UNDANRENNA, RJÓMI, MJÓLKURPRÓTEIN, ostahleypir, súrmjólkurgerlar), EGG, sítrónusafi, sýrðar gúrkur [gúrka, sykur, edik, laukur, paprika, salt, umbreytt sterkja (úr maís og kartöflum), SINNEPSFRÆ, rotvarnarefni (E202), sýrustillir (E509), piparbragðefni, krydd, litarefni (E141, E101)], kapers, dijon SINNEP, sykur, salt, umbreytt kartöflusterkja, rotvarnarefni (E260, E211), steinselja, SINNEPSDUFT, hvítur pipar, sýra (E330), bindiefni (E415)), rúgbrauð (12%) (vatn, RÚGMJÖL, HVEITI, púðursykur, NÝMJÓLKURDUFT, súrdeigsduft (HVEITI, mjólkursýrugerlar), lyftiefni (E450, E500), salt, rotvarnarefni (E282). Gæti innihaldið snefil af SESAM), kirsuberjatómatar (9%).
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun