Skip to main content
Spænskar paleo

Spænskar kjötbollur

með beikoni, döðlum og hvítlaukssósu

Einkunnagjöf

P-ið breytir öllu hér, þetta eru ekki sænskar kjötbollur heldur SPÆNSKAR. Þessi uppskrift er ein af okkar eldri, hún er bara svo góð að margir færu hreinlega að kjökra ef við létum hana fjúka. Kjötbollur þekkjast í matargerð flestara þjóða en þær spænsku hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Döðlur og möndlumjöl í deiginu gerir bollurnar þéttari og matarmeiri. Svo eru sætar, ofnbakaðar kartöflur með döðlum, lauk og beikoni alger himnasending. Toppað með aioli og tómatblöndu, við segjum það satt; sPænskar kjötbollur eru 'here to stay'!

Nánar um réttinn

Heildartími

30 - 40 min

Næringarupplýsingar

Orka

948 cal

Prótein

40 g

Fita

58 g

Kolvetni

59 g

Trefjar

8 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nautahakk
egg með skurn
Egg
Beikon óeldað
Beikon
Döðlur
Döðlur
brauðraspur á hvítu undirlagi
Möndlumjöl
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
laukur heill og skorinn
Laukur
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Tómatpúrrublanda
Tómatblanda 2
Paleo Mayo
Aioli - Paleo

Þú þarft að eiga

Ólífuolía
Ólífuolía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

EGG, MÖNDLUR, SINNEP, SÚLFÍT
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta