Skip to main content
Sesar Kjúklingavefja

Sesar kjúklingavefja

með hvítlauks-brauðteningum

Einkunnagjöf

Hér er komið "gamla" (Sesar var jú uppi frá 100 til 44 B.C.) góða Sesar salatið í vefju með kjúklingastrimlum. Gamalt vín á nýjum belgjum. Um slíkt er oft illa talað, að ósekju. Það er alltaf mjög skemmtilegt að fá nýjar útgáfur af klassískum og "gömlum" mat og setja alltsaman í nýtt samhengi. T.d. eru hér hvítlauks-brauðteningar sem eru ómótstæðilegir og svo er leyndarmáls-marineringin okkar löngu landsfræg. Hér er skemmtilegur, líflegur og umfram allt gífurlega góður réttur á ferðinni. 

Nánar um réttinn

Heildartími

10–15 min

Næringarupplýsingar

Orka

173 kkal / 724 kJ

Fita

7,8 g

þar af mettuð

0,5 g

Kolvetni

13 g

þar af sykurtegundir

1,1 g

Trefjar

0,9 g

Prótein

12 g

Salt

0,9 g

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingastrimlar
Kjúklingastrimlar - marineraðir
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
Tortilla
Tortilla vefjur 6"
salatblanda
Salatblanda
Sítrónu timian sósa
Cesar sósa
Skalottlaukur
Skalottlaukur
Brauðteningar
Beikon brauðteningar

Innihaldslýsing

Kjúklingastrimlar - marineraðir (43%) (kjúklingastrimlar (kjúklingabringur (91%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni), repjuolía, kjúklingakrydd (salt, paprikuduft, laukur, svartur pipar, chili, marjoram, steinselja, rósmarín, cumin, SELLERÍ fræ, timían, oreganó, hvítlaukur, kóríander, túrmerik, fenugreek, cayenne pipar, fennel, kekkjavarnarefni (E300)), kebab krydd (paprika, svartur pipar, oregano, cumin, cayenne pipar, hvítlaukur, túrmerik, kóríander, chilli)), tortilla vefjur 6" (18%) (HVEITI, vatn, repjuolía, bindiefni (E422), salt, ýruefni (E471), HVEITIGLÚTEN, lyftiefni (E500), sýra (E330), þykkingarefni (E415)), kirsuberjatómatar (16%), cesar sósa (14%), salatblanda (4%) (lambhagasalat, íssalat, rauðrófublöð), beikon brauðteningar (3%), skalottlaukur (3%).
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun