Skip to main content

Sænskar kjötbollur

með rjómasósu og týtuberjasultu

Rating

Þessar heita "Michelin kjötbollur" í húsum Eldum rétt. Kjötbollur eru klassískur norrænn matur og hafa borist hingað til lands frá Danmörku, aðallega. Sænskar og danskar kjötbollur eru frægar um allan heim og má meðal annars finna veitingastaði í suðrænum löndum sem byggja á sölu þessara margfrægu bolla. Þessar hér eru kenndar Svíum og eru auðvitað algert lostæti. Egg í deiginu gerir bollurnar þéttari og matarmeiri. Þetta er sáraeinföld uppskrift en gífurlega góð. Sósan sem verður til á þennan einfalda hátt er týpísk kjötbollusósa - alveg eins og hún á að vera og alveg ómissandi, svo ekki sé nú minnst á sultuna. Góð lyst!

Nánar um réttinn

Heildartími

30 - 40 min

Næringarupplýsingar

Orka

1121 cal

Prótein

44 g

Fita

71 g

Kolvetni

71 g

Trefjar

7 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nauta- og grísahakk - Blandað hakk
egg með skurn
Egg
brauðraspur á hvítu undirlagi
Brauðraspur
laukur heill og skorinn
Laukur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
kartöflur premier
Kartöflur
salatblanda
Salatblanda
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
kraftur teningur ljós
Grísakraftur / Svínakraftur
týtuberjasulta í glerskál
Týtuberjasulta
Sósuþykkir
Sósujafnari

Þú þarft að eiga

mjólkurglas
Mjólk
salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

EGG, HVEITI, RJÓMI, SELLERÍ, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón