Skip to main content

Rjómalagað sveppapasta

með kjúkling og ristuðum brauðraspi

Einkunnagjöf

Svona herramanns mat er nú unnt að búa til heima hjá sér á rétt rúmum hálftíma. Það eru ekki margir áratugir síðan að svona mat var bara alls ekki hægt að fá á veitingahúsum í Reykjavík en menn höfðu látið ámóta kræsingar berja sína bragðlauka erlendis og urðu aldrei samir síðan.  Nú er öldin önnur og hreint afbragð að unnt sé að fá rétt mæld hráefni í svona hefðardömu rétt (svona til mótvægir við herramannsviðskeytið hér að ofan). Á blogginu okkar er bent á matartegundir sem geti komið í staðinn fyrir kolvetnaríkt pasta, ef vilji er fyrir að skera niður í kolvetnainntöku. Víst getur slíkt verið mjög gott, en þegar um upprunalegan, villisveppa-rjómalagðan pastarétt að ræða, er ekki hægt að mæla með öðru en vönduðu, ekta pasta. Hér er það fusilli pasta, enda dregur það vel í sér sósuna svo bragðið verður alltumlykjandi alveg eins og það á að vera. Verði ykkur margfalt að góðu!

Nánar um réttinn

Heildartími

25-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

943 cal

Prótein

39 g

Fita

53 g

Kolvetni

76 g

Trefjar

2 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingastrimlar
Kjúklingabringur í strimlum
Rauð paprika
Rauð paprika
Skalottlaukur
Skalottlaukur
Hvítlaukur
Hvítlaukur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Portobello sveppir
Portobello sveppir
Hvítvín
Hvítvín
Spínat
Spínat
Parmesan
Parmesan ostur
Fusilli
Fusilli pasta
Panko
Raspur
Sósuþykkir
Sósujafnari
Villisveppa kryddblanda
Villisveppa kryddblanda

Ofnæmisvaldar

RJÓMI, SÚLFÍT, MJÓLK, EGG, DURUMHVEITI, HVEITI, SOJA
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón