Skip to main content

Rjómalagað nauta stroganoff

með hrísgrjónum og gúrkustöfum

Rating

Þessi heimsfrægi og gífurlega mikið eldaði réttur er ættaður frá Rússlandi og kenndur við Stroganov - ættina sem var umfangsmikil í verslun og viðskiptum, land yfirráðum og stjórnsýslu í rússneska keisaradæminu og hefur verið rakin til Ívars grimma - og örugglega mikið lengra. Stroganoff bragðið einkennist af djúpum, seiðandi og tómatkenndum keim. Sýrður rjómi er mikilvægt innihaldsefni og algerlega ómissandi ef rétturinn á að vera "ekta"  en eins og með flesta rétti sem ná fótfestu í eldhúsum heimsins, þróast uppskriftirnar og breytast í tímans rás og eftir því hvar þær eru praktíseraðar. Hér er á ferðinni réttur sem getur tæpast klikkað og er einstaklega dásamlegur. Vegna hins ríka bragðs (e: "rich") er einkar gott að hafa léttfluffuð hrísgrjón og kóríander með. Þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum, blessi ykkur!

Nánar um réttinn

Heildartími

30-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

701 cal

Prótein

35 g

Fita

36 g

Kolvetni

56 g

Trefjar

4 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Nautabitar
Nautaþynnur
Hrísgrjón í skál
Hrísgrjón
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Kryddmauk
Kryddmauk (Sígilt stroganoff)
Agúrka
Agúrka
laukur heill og skorinn
Laukur
Sveppir í lausu
Sveppir
Sósuþykkir
Sósujafnari

Ofnæmisvaldar

RJÓMI, SINNEP, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón