Skip to main content
Rjómalagað kúrbítsspagettí

Rjómalagað kúrbítsspagettí

með hvítlaukssteiktum risarækjum, sveppum og rifnum parmesan

Einkunnagjöf

Réttur sem þessi með risarækjum og öllu því besta sem þar til heyrir skreytir matseðla heimshornanna á milli og er sívinsæll. Hér hjá mörlandanum er rétturinn geysivinsæll eins og flest sjávarfang. Í þessari uppskrift er hráefnum blandað saman í hárnákvæmum hlutföllum og aðalvandinn er að halda kúrbíts-spagettíinu ´al dente´- ekki sjóða það í drasl, það er ekki gott. Sósan verður mjúk og eins og silki og rækjurnar stökkar og meyrar eins og þeim er von og vísa. Hver segir að maður geti ekki svalað vel kunnu rjóma pasta "craving" þegar maður er á ketó? Verði ykkur að góðu!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

25 min

Næringarupplýsingar

Orka

739 cal

Prótein

56 g

Fita

51 g

Kolvetni

11 g

Trefjar

3 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Risarækjur
Risarækjur
Kúrbítur
Kúrbítur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Parmesan
Parmesan ostur
Sítróna
Sítróna
Steinselja - fersk
Steinselja
Hvítlaukur
Hvítlaukur
kúrbítsspagettí
Kryddblanda
Sveppir í lausu
Sveppir

Þú þarft að eiga

Smjör
Smjör
Olía
Olía
Salt
Salt, sjávarsalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

KRABBADÝR, RJÓMI, MJÓLK, EGG
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun