Skip to main content
Bragðmiklar risarækjur ketó

Risarækjur í ljúffengu karrý

með bökuðu blómkáli og stökku flatbrauði

Einkunnagjöf

Hér er ketóunnanda réttur númer eitt! Allavega finnst alvöru sælkerum þessi réttur "to die for". Thai matur hefur líka verið stigvaxandi í vinsældum hér á landi, enda alltaf röð á Ban Thai niðrí bæ um helgar. Flatbrauðið eitt og sér er rugl gott og ótrúlegt miðaðvið ketó-brauð. Rækjurnar eru stífar en mjúkar og minna helst á humar, blómkálið undursamlega kryddað og soðið er svo gott að maður vill helst drekka það. Allt er þetta svo toppað með steiktum skarlottulauk, ferskum vorlauk og kóreander semgefur auka ferskleika og 'kröns'. Semsé; þarf ekki að fjölyrða: dásamlegur matur, kolvetnafátækur en gífurlega bragðríkur. Bon apétite!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

20 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

651 cal

Prótein

51 g

Fita

38 g

Kolvetni

16 g

Trefjar

10 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Risarækjur
Risarækjur
Blaðlaukur
Blaðlaukur
kókosmjólk og hneta
Kókosmjólk
Blómkál
Blómkál
Steiktur skalottlaukur
Steiktur skalottlaukur
Kóríander
Kóríander
Madras curry
Karrí madras
Ab mjók
AB-Mjólk
Sesamfræ
Sesamfræ
Þurrefnablanda
Þurrefnablanda
Kryddmauk
Indverskt kryddmauk
Hvítlaukur
Hvítlaukur

Þú þarft að eiga

Ólífuolía
Ólífuolía
salt flögur
Flögusalt
Smjör
Smjör

Ofnæmisvaldar

KRABBADÝR, SINNEP, NÝMJÓLK, SESAMFRÆ, MÖNDLUR, FISKUR, RJÓMI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón