Skip to main content

Rifinn grísa-borgari

með rauðkáli og nachos

Rating
Leave feedback

Hér er á ferðinni nýstárlegur borgari, - eða svona til þess að gera. Ekki er mjög langt síðan rifið grísakjöt í borgara varð vinsælt á klakanum okkar ágæta, við vorum hinsvegar frekar sein að taka við okkur – eins og svo oft áður. En fallegur er hann og - þurfum við að segja það: einstaklega bragðgóður. Rauðkál og nachos fara sérstaklega vel saman og kjötið er svo dásamlega „djúsí“. Þið eigið eftir að verða skemmtilega hissa og segja: já hérna, þessi verður aftur í matinn! Góða máltíð.

Nánar um réttinn

Heildartími

10-15 min

Næringarupplýsingar

Orka

1063.2 cal

Prótein

39.0 g

Fita

61.1 g

Kolvetni

85.8 g

Trefjar

3.5 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Rifið grísakjöt - pulled pork
Hamborgarabrauð án sesam
Hamborgarabrauð
salatblanda
Salatblanda
Rauðkál Hrátt
Rauðkál
Gulrætur
Gulrætur
Majónes
Hrásalat- dressing
Nachos
Nachosflögur

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

HVEITI, EGG, SINNEP, SÚLFÍT
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnast vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón