Skip to main content
Píta með bragðmiklu nautakjöti

Píta með bragðmiklu nautakjöti

fersku grænmeti og suðrænni sósu

Einkunnagjöf

Það er siður þjóða um allan heim að borða sambland af góðum hráefnum (kannski misgóðum, en það er önnur saga) í einhvers konar brauðmeti, sem er bakað þannig að innihaldið haldist vel saman. Í rauninni er þetta bráðsniðugt og merkilegt að þessi siður hafi ekki borist til Íslands fyrr en seint og um síðir. Þetta gefur þægilega og oft vel "balanseraða" máltíð. Hér er á ferðinni nautakjöt sem er marinerað í okkar handanheima-kryddlegi í kompaníi við annað frábært hráefni. Suðræna sósan er punkturinn yfir i-inu hér, þið eigið eftir að upplifa það. Góða skemmtun við undirbúning og góða matarupplifun!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

8 min

Heildartími

15 min

Næringarupplýsingar

Orka

746 cal

Prótein

35 g

Fita

41 g

Kolvetni

56 g

Trefjar

4 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Nautabitar
Marinerað nautakjöt
Pítubrauð _ NINA
Pítubrauð súrdeigs
Smátómatar
Smátómatar
salatblanda
Salatblanda
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Feta Hreinn
Fetaostur hreinn
Lárpera skorin
Lárpera
Agúrka
Agúrka
Sítrónu timian sósa
Suðræn sósa

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

SOJA, HVEITI, MJÓLK, BYGG, UNDANRENNA, EGG, SINNEP, RJÓMI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón