Skip to main content
Ostafylltar kjúklingabringur með beikoni

Ostafylltar kjúklingabringur

með beikoni, blómkálsmús og pestósósu

Einkunnagjöf

Þið eruð öfundsverð ef þið eruð um það bil að vinda ykkur í þennan rétt. Bæði er gaman að elda þessa magísku uppskrift og svo er ólýsanlega gott að borða svona vel samsettan mat. Blómkálsmús hefur slegið í gegn sem staðgengill fyrir kartöflumús, sér í lagi þegar verið er að skammta kolvetni, eins og hér.  Pestósósu þarf ekki að kynna, svo vinsæl sem hún er orðin, en hér er hún í einkar góðum hlutföllum og passar svo ógnarvel með beikoni, osti og kjúklingi. Fallegt er þetta á disknum þannig að þetta uppfyllir líka fegurðar þarfirnar. Njótið upplifunarinnar!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

15 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

822 cal

Prótein

51 g

Fita

61 g

Kolvetni

12 g

Trefjar

6 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Beikon óeldað
Beikon
Rjómaostur
Rjómaostur
Rautt pestó
Rautt pestó
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Kjúklingakraftur
Kjúklingakraftur duft
Steinselja - fersk
Steinselja
Blómkál
Blómkál
Hvítlaukur
Hvítlaukur
salatblanda
Salatblanda
Agúrka
Agúrka

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
Smjör
Smjör
mjólkurglas
Mjólk

Ofnæmisvaldar

MJÓLK, KASJÚHNETUR, RJÓMI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón