Skip to main content
Ostafylltar kjötbollur

Ostafylltar kjötbollur

með tagliatelle og rjómalagaðri sósu

Einkunnagjöf

Það er kjötbolluhátið þessa vikuna hjá ER og í því samhengi gátum við ekki sleppt ítölskum kjötbollum. Þær eiga sér langa sögu en þessar eru fremur nýstárlegar þar sem þær eru ostafylltar með pepperoniosti –sem er algjör negling. Það fer ekki á milli mála að pasta einkennir ítalska matargerð og er það til í mörgum útgáfum. Hér varð tagilatelle fyrri valinu en það er nokkuð líkt spagehtti nema flatt og ríkara af eggjum. Tagliatelle er líka með harðneskjulegra yfirborð en annað pasta sem er gott því þá festist sósan betur á því. Hér er allt eins og það á að vera, bueno appetito!

 

 

Nánar um réttinn

Næringarupplýsingar

Orka

184 kkal / 769 kJ

Fita

13 g

þar af mettuð

3,5 g

Kolvetni

6,5 g

þar af sykurtegundir

1,4 g

Trefjar

0,9 g

Prótein

11 g

Salt

0,5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nauta og grísahakk
Tagliatelle
Tagliatelle
egg með skurn
Egg
Pepperoni ostur
Pizzasósa
Pizzasósa
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Basilíka fersk
Basilíka
Parmesan
Parmesanostur
Kryddblanda
Kryddblanda fyrir ostafylltar kjötbollur
Kryddraspur

Þú þarft að eiga

Olía
Repjuolía
salt flögur
Flögusalt
Pipar
Pipar

Innihaldslýsing

Nauta og grísahakk (34%), pizzasósa (23%) (tómatar, vatn, salt, basilíka, oregano, laukur, náttúruleg bragðefni), tagliatelle (20%) (DURUMHVEITI, EGG, vatn), RJÓMI (7%) (MJÓLK), EGG (7%), pepperoni ostur (5%), kryddraspur (brauðraspur (HVEITI, HVEITIKlÍÐ, salt, ger), fennelduft, oreganó), parmesanostur (MJÓLK, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E1105 úr EGGJUM)), kryddblanda fyrir ostafylltar kjötbollur (kjötkraftur (maltódextrín, salt, náttúruleg bragðefni, kjötþykkni (10%), laukur), kjúklingakraftur (maltódextrín, salt, pálmafita, náttúruleg bragðefni, laukur, kartöflusterkja, kjúklingur, þráavarnarefni (rósmarínextrakt)), hvítlauksduft, ítölsk kryddblanda (hvítlauksflögur, basílíka, rauðar paprikuflögur, steinselja, tómatflögur, oreganó, laukflögur, rósmarín, timían, svartur pipar)), basilíka.
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun