Skip to main content
Tikka kjúklingalæri

Ofnbökuð tikka kjúklingalæri

með hrísgrjónum og flatbrauði

Rating

Hér er enn einn gómkitlandi indverski kjúklingarétturinn, sem í rauninni er orðinn alþjóðlegur. Hann var kenndur við Indland, en gæti þó verið ættaður hvaðanæva að, enda haft með honum flatbrauð sem er kennt við Libíu. Tikka kryddið er samsett úr mörgum sömu bragðtónum og Tandoori kryddið, en mismunurinn liggur í að Tikka bragðið er enn „dýpra“ og sætara, enda í því negull, engifer og kardimommur til viðbótar því sem er í Tandoori. Þessi réttur hefur allt sem einn kjúklingaréttur hefur upp á að bjóða: fallegan lit, milt en samt svolítið sterkt bragð, mýkt - og smávegis að bíta í (flatbrauðið). Venjuleg hrísgjón eru höfð með og þau jafna út bragðið en skyggja ekki á neitt. Góða máltíð, gott fólk!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

542 cal

Prótein

9 g

Fita

17 g

Kolvetni

84 g

Trefjar

4 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingalæri
Marineruð kjúklingalæri
Indverskt sósa
Indversk sósa
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Hrísgrjón í skál
Hrísgrjón
Líbanskt flatbrauð
Líbanskt flatbrauð
Mangó chutney
Mangó chutney

Þú þarft að eiga

salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

MJÓLK, SINNEP, RJÓMI, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón