fbpx Ofnbökuð kjúklingabringa með döðlum, fetaosti og bökuðum gulrótum | Eldum rétt Skip to main content

Ofnbökuð kjúklingabringa

með döðlum, fetaosti og bökuðum gulrótum

Rating

Þessi aðferð við matreiðslu á kjúklingabringu er án efa sú besta, ef þið viljið halda sem mestu bragði í kjötinu og hafa það lungamjúkt undir tönn. Kjúklingur er ekki bara góð uppspretta af próteinum heldur er hann fitusnauður og inniheldur mikið magn af B3-vítamíninu níasíni auk þess sem líka má finna selen, B6-vítamíni og B-12 í kjúklingi. Bragðið af döðlum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti er þessi sæta Miðjarðarhafsblanda sem hefur sigrað heiminn síðasta áratug eða tvo. Beta karóten ríku gulræturnar vega svo skemmtilega upp á móti gúmmelaðinu, svo ekki sé nú talað um ferskt melónu-gúrku-salatið sem er meinhollt og algerlega himneskt. Guðdómleg máltið, mikið rosalega eigið þið gott sem eruð að fara að borða þetta!

Nánar um réttinn

Heildartími

30 - 40

Næringarupplýsingar

Orka

531.4 cal

Fita

8.8 g

Kolvetni

67.1 g

Prótein

46.0 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Brún hrísgrjón
Brún hrísgrjón
Gulrætur
Gulrætur
Límóna
Límóna
Feta Hreinn
Fetaostur hreinn
Vatnsmelóna
Vatnsmelóna - fersk
Sólþurrkaðir tómatar
Sólþurrkaðir tómatar
Agúrka
Agúrka
Döðlur
Döðlur
Karrí
Karrýblanda fyrir hrísgrjón

Þú þarft að eiga

salt flögur
Flögusalt
Pipar
Pipar
Olía
Olía

Ofnæmisvaldar

MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnast vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.