Skip to main content

Ofnbökuð ýsa

með rótargrænmeti og grænkálssalati

Einkunnagjöf

Hér er þvílík hollusta á ferðinni, að það hálfa væri hellingur. Ofnbakaður fiskur er alltaf hollasti fiskurinn, eins og getið hefur verið um hér áður. Þessi blanda af rótargrænmeti er bæði holl og afskaplega góð. Það sem er sérstakt hér er að grænmetið er skorið í eldspýtustórar ræmur og það gerir alveg gæfumuninn, allavega í þessu samhengi. Það er svo galdur að láta grænmetið ekki steikjast þannig að það brasist, heldur mýkja það og þétta.

Nánar um réttinn

Heildartími

25 - 35 mín min

Næringarupplýsingar

Orka

408 cal

Prótein

40 g

Fita

9 g

Kolvetni

32 g

Trefjar

9 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ýsa
Ýsa
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Sólblómafræ
Gulrætur
Gulrætur
Sellerírót
Sellerírót
Nípa
Nípa
Blaðlaukur
Blaðlaukur
Grænkál
Grænkál
Salatdressing

Ofnæmisvaldar

FISKUR, SELLERÍ, SÚLFÍT
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta