Skip to main content
Nauta quesadilla

Nauta quesadilla

með lárperumauki og sýrðum rjóma

Einkunnagjöf

Quesadilla (borið fram „kjesedía“) þýðir á ensku - einfaldlega „little cheesy thing“ enda sker quesadillan sig frá öðrum mexíkóskum tortillum einmitt þar;  hún inniheldur mikið af osti. Rekja má sögu quesadillunar til 16. Aldar Mexíkó þegar Aztekar fóru að fá ost frá spænskum landnemum og bæta honum við rétti sína. Quesadillan varð fljótt feyki vinsæl og er það enn til dagsins í dag. Verður ekki annars allt betra með osti? Þessi er eins og best verður á kosið með nautakjöti, svartbaunum og maís! Þegar osturinn bráðnar samanvið .... hvílík himnasending! Njótið. 

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

25 min

Næringarupplýsingar

Orka

993 cal

Prótein

55 g

Fita

51 g

Kolvetni

75 g

Trefjar

5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Ungnautahakk
Tortilla
Tortilla vefjur 10"
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Rauð paprika
Rauð paprika
Svartbaunir
Svartbaunir
Maís
Maískorn
Lárpera skorin
Lárpera
Sýrður rjómi
Sýrður rjómi 18 %
Cheddar blanda
Rifinn ostur - cheddar blanda
Límóna
Límóna
Suður amerískt kryddmauk
Kryddmauk fyrir nauta quesadilla

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

HVEITI, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón