

Hver er munurinn á burrito og enchilada? Munurinn ku vera bæði margvíslegur og nokkuð umdeildur, en eitt eru flestir sammála um og það er að burrito er fersk og enchilada er stökk og elduð í gegn. Munur þessi fellst meðal annars í því að burrito er fyllt og borðað strax sem býður uppá ferskt hráefni eins og hrátt grænmeti og salat. Enchiladan er hinsvegar fyllt og elduð eftirá, oftar en ekki er svo ostur bræddur ofaná. Hér er einmitt það á ferðinni; Dásamlegar seðjandi rjúkandi heitar vefjur með bræddum osti ofaná. Nautakjötið sómir sér líka sérlega vel með spínatinu og rjómaostinum sem með avókadóinu og sýrða rjómanum mynda einstaka heild.
Nánar um réttinn
Næringarupplýsingar
Orka
1021 cal
Prótein
53 g
Fita
43 g
Kolvetni
104 g
Trefjar
3 g
Orka
203.7 cal
Prótein
10.5 g
Fita
8.5 g
Kolvetni
20.7 g
Trefjar
0.6 g
Þessi hráefni fylgja með

Ungnautahakk

Kryddmauk fyrir enchilada

Spínat

Mild salsa

Laukur

Heilhveiti tortilla 6"

Lárpera

Sýrður rjómi 10%

Kóríander

Rjómaostur

Rifinn ostur - cheddar blanda

Chipotle mauk
Þú þarft að eiga

Olía

Flögusalt
Ofnæmisvaldar
HVEITI, UNDANRENNA, RJÓMI, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.