Skip to main content

Miðjarðarhafs-nautaborgari

með kartöflubátum og aioli

Einkunnagjöf

Hér náðum við að slá einhverskonar met. Ajvar er tegund af mauki sem er aðallega gert úr papriku og hvítlauk en stundum líka eggaldin og chilí pipar. Ajvar á upptök sín í serbneskri matargerð. Það varð vinsælt sem meðlæti í Júgóslavíu eftir seinni heimstyrjöldina en náði svo hratt útbreiðslu og þekkist nú meðal matgæðinga um allan heim. Fetaosturinn, aioli og ajvar gefa ljúffengt og framandi bragð og rauðlaukurinn, klettasalatið og tómaturinn þetta extra “crunch”. Og sagði einhver stökkir kartöflubátar til að dýfa í restina af aioliinu? P.S. Ef einhver þarf að stilla hitaeiningum og fitu í hóf þá er mál að nota minna af aliolíinu – en við mælum frekar með því að njóta og kíkja svo bara í göngutúr eftir matinn.

Nánar um réttinn

Heildartími

25 - 35 mín min

Næringarupplýsingar

Orka

1118 cal

Prótein

43 g

Fita

76 g

Kolvetni

60 g

Trefjar

5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Ungnautahakk
Hamborgarabrauð án sesam
Hamborgarabrauð
kartöflur premier
Kartöflur
Rauðlaukur
Rauðlaukur
salatblanda
Salatblanda
Tómatur
Tómatur
Ajvar paprikumauk
Ajvar - paprikumauk
Fetaostur í kryddolíu
Fetaostur - í kryddolíu
Aioli
Aioli
Kryddblanda
Kryddblanda

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

HVEITI, MJÓLK, EGG, SINNEP
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta