Skip to main content

Mið-austurlenskar kofta bollur

með kínóa og sætkartöflusalati

Einkunnagjöf

Hér er matur fyrir alla þá sem elska matargerð sem á rætur sínar að rekja til mið austurlanda. Framandi bragðið er algerlega til að falla fyrir. Kofta þýðir kjötbollur en þær sem kenndar eru við áðurnefnd svæði eru yfirleitt þéttari í sér og mun bragðmeiri en þær sem við þekkjum hér norðar á hnettinum. Baharat - Líbanon kryddblandan sem hér fylgir með setur mikinn svip á þennan rétt, en aðalbragðtegundirnar í því eru kanill, allrahanda, engifer, kóríanderfræ, svartur pipar, múskat hneta, kardemommur og negull. Minnir óneitanlega á bragðið sem mamma setti í kryddbrauðið hér í den. Sætkartöflurnar meðhöndlaðar á þennan hátt sem hér er lýst eru gersamlega ómótstæðilegar og ríma vel við sterkt bragðið. Allt hitt eru ljúfir tónar í þetta bragðtónverk.  Njótið vel og innilega!

Nánar um réttinn

Heildartími

35-45 min

Næringarupplýsingar

Orka

674 cal

Prótein

43 g

Fita

29 g

Kolvetni

52 g

Trefjar

9 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nautahakk
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
laukur heill og skorinn
Laukur
Kryddblanda
Baharat líbanon - Kryddblanda
Kúmen
Kúmen
Mynta fersk
Mynta
brauðraspur á hvítu undirlagi
Möndlumjöl
Blandað kínóa
Blandað kínóa
Breiðblaða steinselja
Breiðblaða steinselja
egg með skurn
Egg
salatblanda
Salatblanda
Sesam dressing
Sesam dressing

Ofnæmisvaldar

SOJA, MÖNDLUR, EGG, UNDANRENNA, RJÓMI, BYGG, SESAMFRÆ, HVEITI, JARÐHNETUR
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta