Skip to main content

Mexíkósk eggjavefja

með nautakjöti og lárperumauki

Einkunnagjöf

Allir elska mekíkanskan mat! En það eru ekki bara hráefnin sem gera maxíkanskan mat svona góðan, heldur ævaforn kunnátan til að blanda þeim saman og ná fram einstökum bragðsinfóníum. Matreiðslan hefur líka sannarlega fjölmenningarlega arfleifð frá meðal annars Aztekum og Majum -en líka Asískum og Líbönskum landnemum og svo auðvitað Spáni. Þegar mexíkanskur matur er nefndur er burrito oft það fyrsta sem kemur upp í hugann (hjá heimamönnum er það örugglega eitthvað allt annað þó). Hér er að finna stálheiðarlega burrito nema í paleo vinsamlegri eggjarúllu í stað hinnar hefðbundnu maís tortillu. Með avókadómauki, snilldarlega krydduðu hakki og fersku grænmeti er hún svo góð að ungir sem aldnir verða yfir sig hrifnir. Arriba!

Nánar um réttinn

Heildartími

20-25 min

Næringarupplýsingar

Orka

805 cal

Prótein

45 g

Fita

57 g

Kolvetni

20 g

Trefjar

8 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nautahakk
egg með skurn
Egg
Kryddblanda rauð
Mexíkóskt krydd
Lárpera skorin
Lárpera
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Tómatur
Tómatur
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Límóna
Límóna
Kóríander
Kóríander
Tómatpúrra
Tómatpúrra
Rauð paprika
Rauð paprika
Paleo Mayo
Aioli - Paleo

Ofnæmisvaldar

EGG, SINNEP, SÚLFÍT
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun