Skip to main content
Mexíkó nautahakks grýta

Mexíkó grýta

með bræddum osti og nachos flögum

Einkunnagjöf

Allir elska mexíkanskan mat og það þarf sko enginn að hafa móral yfir því, því ef hann er eldaður rétt getur hann verið meinhollur. Mexíkóskur matur er ávallt vel kryddaður og þar með bragð ríkur. Hann byggir á flóknum uppskriftum, sósum og fjölbreyttum innihaldsefnum svo úr verður dásamlegur dans áferða og bragða - yljandi en á sama tíma ferskt. Matreiðslan hefur líka sannarlega fjölmenningarlega arfleifð frá m.a. Aztekum og Majum -en líka Asískum og Líbönskum landnemum og auðvitað Spáni. Öll þessi mismunandi brögð og krydd gera matinn einstakan eins og þið munið sjá þegar þið bragðið þessa grýtu. Dásamega kryddað bragðsterkt nautahakk, baunir, maís, bræddur ostur og nashos ... eins og þeir segja í Mexíkó; ARRIBA!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

130 kkal / 544 kJ

Fita

5,8 g

þar af mettuð

3,1 g

Kolvetni

10 g

þar af sykurtegundir

1,9 g

Trefjar

1,5 g

Prótein

8,3 g

Salt

0,7 g

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Ungnautahakk
Hrísgrjón í skeið
Hrísgrjón - Basmati
laukur heill og skorinn
Laukur
Rauð paprika
Rauð paprika
Maís
Maís
Svartbaunir
Svartbaunir
Sýrður rjómi
Sýrður rjómi 18%
Cheddar blanda
Cheddar blanda
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Suður amerískt kryddmauk
Kryddmauk fyrir mexíkó grýtu

Þú þarft að eiga

Olía
Repjuolía
salt flögur
Flögusalt

Innihaldslýsing

Ungnautahakk (25%) (8-12% fita), niðursoðnir tómatar (19%) (tómatar, salt), kryddmauk fyrir mexíkó grýtu (13%) (salsasósa (tómatar, tómatpúrra, laukur, grænn chillí, græn paprika, jalapeno, sykur, vínedik, vatn, salt, umbreytt maíssterkja, bragðefni (hvítlauks), þráavarnarefni (E300)), tómatpúrra (tómatar, salt), taco kryddblanda (krydd (chillí, cumin, hvítlaukur), dextrósi, laukur, salt, oregano, ger extrakt, kartöflusterkja, kartöflutrefjar, kekkjavarnarefni (E551), paprika), hvítlauksduft, nautakraftur (maltódextrín, salt, náttúruleg bragðefni, kjötþykkni (10%), laukur), kjúklingakraftur (maltódextrín, salt, pálmafita, náttúruleg bragðefni, laukur, kartöflusterkja, kjúklingur, þráavarnarefni (rósmarínextrakt))), rauð paprika (9%), sýrður rjómi 18% (8%) (UNDANRENNA, RJÓMI sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir), laukur (7%), hrísgrjón - basmati (7%), cheddar blanda (5%) (MJÓLK, UNDANRENNA, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252), litarefni (E160b)), svartbaunir (4%), maís (4%) (maískorn, vatn, sykur, salt).
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun