Skip to main content

Ljúffengar enchiladas

með lárperu og nachos flögum

Rating
Leave feedback

Hver er munurinn á burrito og enchilada? Munurinn ku vera bæði margvíslegur og nokkuð umdeildur, en eitt eru flestir sammála um og það er að burrito er oftast fersk en enchilada er stökk, rjúkandi heit og elduð í gegn. Munur þessi fellst í því að burrito er fyllt og borðað strax sem býður uppá ferskt hráefni eins og hrátt grænmeti og salat. Enchilada hinsvegar er fyllt og svo elduð eftirá, oftar en ekki með osti ofaná. Hér er einmitt það á ferðinni, það er hiti í rúllunni, kikk í kjötinu en ferskleiki í meðlætinu sem með tómatsósunni og brædda ostinum mynda þessa snilldar heild sem enchilada er. Seðjandi og seiðandi, stökkt og mjúkt en heitt og kalt í senn. Þessi máltíð er sannkölluð „fiesta“!

Nánar um réttinn

Heildartími

30-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

1136 cal

Prótein

58 g

Fita

55 g

Kolvetni

96 g

Trefjar

6 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Nautahakk
Tortilla
Tortilla vefjur 8"
Enchilada krydd
Enchilada krydd
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Tómatpúrra
Tómatpúrra
laukur heill og skorinn
Laukur
Rauð paprika
Rauð paprika
Salsasósa
Salsasósa
Rifinn ostur í skál
Rifinn ostur
Nachos
Nachosflögur
Sýrður rjómi
Sýrður rjómi 10%
Lárpera skorin
Lárpera

Ofnæmisvaldar

HVEITI, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón