Skip to main content
Lamba Korma

Lamba Korma karrí

með hrísgrjónum og hvítlauks laffa

Einkunnagjöf

Korma er án efa eitt vinsælasta karrý í heimi. Korma er undursamlega milt og hentar því fólki sem vill ekki hafa karrýið sitt of sterkt. Sósan er rjómalöguð með mildum heiðarlegum kryddum í fullkomnu jafnvægi. Tómatur er án efa ríkjandi en einnig má finna tóna af reyktri papriku og timían. Hér fær Korma að njóta sín með íslensku lambakjöti, sellerí og kasjúhnetum að óslepptum ferskum kóríander sem er algerlega ómissandi -nema auðvitað ef þú ert ein/n af þeim sem finnst hann bragðast eins og sápa. Þá samhyggjumst við innilega og mælum með steinselju eða basil, ef þú átt það heimafyrir. Þá segjum við bara „kripyā bhojan kā ānnaṅd lijīyai!“ eða „Njóttu matarins“ á Hindi. 

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

35 min

Næringarupplýsingar

Orka

996 cal

Prótein

44 g

Fita

49 g

Kolvetni

88 g

Trefjar

7 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Lambagúllas
Lambagúllas
Sellerí
Sellerí
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Kasjúhnetur
Kasjúhnetur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Hrísgrjón í skeið
Hrísgrjón - Basmati
Kóríander
Kóríander
Laffa brauð
Laffa brauð
Suður amerískt kryddmauk
Kryddmauk fyrir lamba Korma
laukur heill og skorinn
Laukur

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
Smjör
Smjör

Ofnæmisvaldar

SELLERÍ, KASJÚHNETUR, RJÓMI, HVEITI, SINNEP, SOJA
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón