Skip to main content
Korma Kjúklingalæri

Korma kjúklingalæri

með spínati og hrísgrjónum

Einkunnagjöf

Korma er án efa eitt vinsælasta karrý í heimi. Korma er undursamlega milt og hentar því fólki sem vill ekki hafa karrýið sitt of sterkt. Sósan er rjómalöguð með mildum heiðarlegum kryddum í fullkomnu jafnvægi. Kókosinn er án efa ríkjandi en einnig má finna tóna af engifer og kóríander. Hér fær korma að njóta sín með kjúklingalærum, spínati og lauk að óslepptum ferskum kóríander sem er algerlega ómissandi -nema auðvitað ef þú ert ein/n af þeim sem finnst hann bragðast eins og sápa. Þá samhyggjumst við innilega og mælum með steinselju eða basil, ef þú átt það heimafyrir.

Nánar um réttinn

Næringarupplýsingar

Orka

706 cal

Prótein

41 g

Fita

22 g

Kolvetni

82 g

Trefjar

6 g

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingalæri
Kjúklingalæri
Hrísgrjón í skeið
Hrísgrjón - Basmati
Spínat
Spínat
laukur heill og skorinn
Laukur
Kóríander
Kóríander
Korma
Indversk karrýsósa
Líbanskt flatbrauð
Líbanskt flatbrauð 12"

Ofnæmisvaldar

RJÓMI, SINNEP, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun