Skip to main content
Kjúklingasnitzel

Kjúklingasnitsel

með bökuðum kartöflubátum og aioli

Einkunnagjöf

Allir kannast við hið klassíska snitzel. En þetta er góð matreiðsluaðferð þegar kjúklingabringur eiga í hlut. Bringur eiga það til að verða þurrar við eldum en með þessu móti halda þær öllum þeim safa sem þær búa yfir. Parmesan-brauðrasp er líka sérstaklega ljúffengt, eins og allir vita. Hvað er svo snitzel án kartaflna, fersks salats, sósu og sítrónu til að kreista yfir? Í heild er þessi réttur einstaklega vel samansettur og ljúffengur, svo maður minnist ekki á hollustuna. Guten Appetit!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

140 kkal / 588 kJ

Fita

7,1 g

þar af mettuð

1,1 g

Kolvetni

8,2 g

þar af sykurtegundir

1,0 g

Trefjar

1,3 g

Prótein

10 g

Salt

< 0.5 g

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Kartöflubátar
Kartöflubátar
egg með skurn
Egg
Parmesan
Parmesanostur
brauðraspur á hvítu undirlagi
Brauðraspur
Sítróna
Sítróna
Paleo Mayo
Aioli - Paleo
salatblanda
Salatblanda
Smátómatar
Smátómatar
Agúrka
Agúrka

Þú þarft að eiga

Hveiti
Hveiti
Olía
Repjuolía
salt flögur
Sjávarsalt
Pipar
Pipar

Innihaldslýsing

Kjúklingabringur (31%) (kjúklingabringur (91%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262)), kartöflubátar (28%) (kartöflur, repjuolía, hvítlaukur (hvítlaukur, vatn, SOJAOLÍA, sýra (E338), rotvarnarefni (E211, E202), SÚLFÍT), steinselja, timían, paprika, pipar, salt, kekkjavarnarefni (E535))), agúrka (9%), smátómatar (7%), brauðraspur (6%) (HVEITI, HVEITIKlÍÐ, salt, ger), aioli - paleo (6%) (repjuolía, vatn, EGGJARAUÐUR, hvítlaukur, SINNEP (vatn, edik, SINNEPSFRÆ, sykur, salt, krydd), sítrónusafi (sítrónusafi, rotvarnarefni (E223 SÚLFÍT), SINNEPSDUFT, salt, rotvarnarefni (E260), hvítur pipar), EGG (5%), sítróna (4%), salatblanda (3%) (lambhagasalat, íssalat, rauðrófublöð), parmesanostur (2%) (MJÓLK, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E1105 úr EGGJUM)).
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun Stílisering