Skip to main content
BeikonAlfredoFull.jpg

Kjúklinga linguine í ljúfri beikon rjómasósu

með hvítlauksbrauði og rifnum parmesan

Hvað er betra en beikon, rjómi og hvítlaukur? Það er örugglega hægt að finna fleiri guðdómleg hráefni sem skipa sér í sama sess eða ofar. En þegar einmitt þessi þrjú hráefni mætast gerast töfrarnir og það er einmitt niðurstaðan með þessa ljúfu pastasósu. Ekki gleyma að smyrja ríkulega hvítlaukssmjöri á brauðið þá verður þetta alger veisla. Góðar stundir.

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

204 kkal / 853 kJ

Fita

9,4 g

þar af mettuð

4,9 g

Kolvetni

18 g

þar af sykurtegundir

1,5 g

Trefjar

1,0 g

Prótein

12 g

Salt

0,5 g

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingastrimlar
Kjúklingastrimlar
linguine
Linguine
Súrdeigsbrauð
Súrdeigs baguette
Beikon óeldað
Beikon
Hvítvín
Hvítvín
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Sveppir í lausu
Sveppir
Provance og kjötkraftur
Kryddblanda
Steinselja - fersk
Steinselja
Parmesan
Parmesanostur

Þú þarft að eiga

Smjör
Smjör
Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
Pipar
Pipar

Innihaldslýsing

Kjúklingastrimlar (28%) (kjúklingabringur (91%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262), bragðefni), RJÓMI (15%) (MJÓLK), linguine (14%) (Durum HVEITI, vatn), súrdeigs baguette (13%) (HVEITI, vatn, bókhveiti, þurrkað súrdeigs HVEITI, joðbætt salt, ger, dextrósi, maltað HVEITI), hvítvín (9%) (hvítvín, salt, pipar, bragðefni, SÚLFÍT), sveppir (9%), beikon (7%) (grísasíða (95%), vatn, salt, þrúgusykur, bindiefni (E451, E407, E410), þráavarnarefni (E301), rotvarnarefni (E250)), parmesanostur (3%) (MJÓLK, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E1105 úr EGGJUM)), hvítlaukur, steinselja, kryddblanda (chef de provence (paprika, jurtir (steinselja, marjoram, basilíka, tarragon, timían, oregano), laukur, SINNEPSFRÆ, SELLERÍ, svartur pipar, bleikur pipar, hvítlaukur), kjúklingakraftur (maltódextrín, salt, náttúruleg bragðefni, laukur, kjúklingur, þráavarnarefni (rósmarínextrakt)), hvítlauksduft).
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun Stílisering