Skip to main content

Kjúklinga kebab grillspjót

með bakaðri sætkartöflu og fersku salati

Einkunnagjöf

Kebab menningin hefur haldið innreið sína í matarmenningu landans síðstu 20 ár og er það vel, þar sem hér er um einkar gott og nýstárlegt (finnst okkur ennþá a.m.k.!) bragð að ræða. Sá réttur sem í boði er hér er bæði hollur og bragðgóður. Salatið er ferskt og er gott mótvægi við allt að því sætan kebabinn – og svo eru sætu kartöflurnar enn ein víddin í sælunni. Njótið í botn!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

45–50 min

Næringarupplýsingar

Orka

91 kkal / 382 kJ

Fita

3,6 g

þar af mettuð

0,9 g

Kolvetni

6,5 g

þar af sykurtegundir

3,0 g

Trefjar

1,5 g

Prótein

7,4 g

Salt

< 0.5 g

Þessi hráefni fylgja með

Bringu bitar
Kjúklingabringubitar
Rauð paprika
Rauð paprika
salatblanda
Salatblanda
Rauð Vínber
Vínber
Rauðlaukur
Rauðlaukur
Kebab krydd
Kebab krydd
Trufflusósa
Dill sósa
Agúrka
Agúrka
Grillspjót
Grillspjót
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
Fetaostur í kryddolíu
Salatostur - í kryddolíu

Þú þarft að eiga

Olía
Repjuolía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Innihaldslýsing

Sætar kartöflur (29%), kjúklingabringubitar (25%), agúrka (12%), rauð paprika (9%), rauðlaukur (8%), dill sósa (6%) (sýrður rjómi 10% (UNDANRENNA, RJÓMI sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir), majónes (repjuolía, vatn, EGGJARAUÐUR, edik, sykur, SINNEPSMJÖL, salt, krydd, bindiefni (E412, E415, E1442), sýra (E260, E330), rotvarnarefni (E202, E211)), dill, sjávarsalt, hvítlaukur), vínber (5%), salatostur - í kryddolíu (4%) (OSTUR (MJÓLK, salt, mjólkursýrugerlar, ostahleypir), kryddolía (repjuolía, rauðlaukur, hvítlaukur, krydd (basil, timjan, rósmarín, rósapipar)), salatblanda (2%) (lambhagasalat, íssalat, rauðrófublöð), kebab krydd (paprika, svartur pipar, oregano, cumin, cayenne pipar, hvítlaukur, túrmerik, kóríander, chilli), grillspjót.
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun