Skip to main content

Karríkókos fiskisúpa

með steinselju og baguette brauði

Einkunnagjöf

Hvað er betra en að fá sér matarmikla, litríka og bragðmikla fiskisúpu á köldum kvöldum? Já, það er að koma sumar, en við búum á Íslandi. Þessi var hugsuð fyrir akkurrat köld sumar-kvöld. Karrýið, gula kryddblandan (sem var til í hverjum eldhússkáp á landinu frá circa 1950) gefur huggandi æskuminningar úr eldhúsinu hennar ömmu á meðan kókosinn gefur sumar í kroppinn -andstæður sem passa samt svo vel saman. Gulræturnar, laukurinn og fennelið eru kærkomin viðbót við fiskinn og svo setur baguette brauðið punktinn yfir i-ið. Ekki gleyma að 'sleikja uppúr skálinni' með brauðinu, algjört "möst"!

Nánar um réttinn

Heildartími

25 - 35 mín min

Næringarupplýsingar

Orka

678 cal

Prótein

40 g

Fita

32 g

Kolvetni

50 g

Trefjar

6 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Þorskhnakkar
Þorskur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
kókosmjólk og hneta
Kókosmjólk
Skalottlaukur
Skalottlaukur
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Blaðlaukur
Blaðlaukur
Gulrætur
Gulrætur
Fennel
Fennel - ferskt
Karrí kryddblanda
Tómatpúrra
Tómatpúrra
Súrdeigsbrauð
Súrdeigsbrauð
Breiðblaða steinselja
Breiðblaða steinselja

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

FISKUR, RJÓMI, SINNEP, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Dröfn Vilhjálmsdóttir

Matarbloggari