Skip to main content
Kóresk nautaskál

Kóresk nautaskál

með tahinisósu, lárperu og grænmeti

Einkunnagjöf

Hér gefur að líta eitt besta salat sem margir hafa smakkað. Það er ekki hægt að klúðra þessari uppskrift, svo einföld og fljótleg er hún -passið bara að harðsjóða ekki eggið, kóreumenn myndu gefa ykkur kjaftshögg ef þið gerið það. Ok, kannski ekki alveg, en það er ekki góð hugmynd, rauðan á að vera heit og mjúk -þá er þetta alveg ekta. Njótið litadýrðarinnar, áferðar árekstranna og bragðsynfóníunnar sem mun taka ykkur í hæstu hæðir. Góða lyst! 

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

50 min

Næringarupplýsingar

Orka

652 cal

Prótein

45 g

Fita

27 g

Kolvetni

46 g

Trefjar

11 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Nautabitar
Nautaþynnur
Kóresk marinering
Kóresk marinering
egg með skurn
Egg
Brún hrísgrjón
Brún hrísgrjón
Spergilkál
Spergilkál
Rauðkál Hrátt
Rauðkál
Lárpera skorin
Lárpera
Vorlaukur í búnti
Vorlaukur
Kóríander
Kóríander
Tahini majónes
Tahinisósugrunnur
Radísur
Radísur ferskar
Límóna
Límóna

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
Salt
Salt, sjávarsalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

SESAMFRÆ, SOJA, SÚLFÍT, EGG
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun