Skip to main content
Tælensk fiskisúpa

Ilmandi tælensk fiskisúpa

með stökku sesam flatbrauði

Rating

Til að byrja með: allir sem borðað hafa flatbrauðið sem hér um ræðir vilja helst ekkert annað með mat, það er þvílíkt ógnargott. En þessi tælenska súpa með íslenskum fiski er betri en í Tælandi, svo það sé nú bara sagt. Eins og fram hefur komið eru vísindaleg hernaðarleyndarmál  á bak við kryddblöndurnar okkar, en hér kemur meira til: hlutföllin og blandan  af blaðlauk, rjómaosti, kókosmjólk, kóriander og rauðri papriku er svo eitthvað ótrúlega mátuleg. Góða skemmtun í þessari eldun og njótið heil.

Nánar um réttinn

Undirbúningur

10 min

Heildartími

35 min

Næringarupplýsingar

Orka

148.4 cal

Prótein

10 g

Fita

10.6 g

Kolvetni

1.9 g

Trefjar

1.3 g

Þessi hráefni fylgja með

Langa
Lönguhnakkar
Rækjur
Rækjur
Rauð paprika
Rauð paprika
Blaðlaukur
Blaðlaukur
kókosmjólk og hneta
Kókosmjólk
Kóríander
Kóríander
Rjómaostur
Rjómaostur
Ab mjók
AB-Mjólk
Þurrefnablanda
Þurrefnablanda
Kryddmauk
Fiskisúpu kryddmauk
Sesamfræ
Sesamfræ

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
Smjör
Smjör
salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

FISKUR, KRABBADÝR, MJÓLK, RJÓMI, SMJÖR, MÖNDLUR, SESAMFRÆ
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Innihaldslýsing

Lönguhnakkar (LANGA), rækjur (RÆKJUR), rauð paprika , blaðlaukur , kókosmjólk (kókosmjólk 75%, vatn), kóríander , rjómaostur (KVARG, SMJÖR, RJÓMI, salt, bindiefni (E410, E412), rotvarnarefni (E202)), ab-mjólk (NÝMJÓLK, mjólkursýrugerlar, ab-gerlar), þurrefnablanda (Möndlumjöl (MÖNDLUMJÖL), Husk, bindiefni (xantangúmmí), Lyftiduft (lyftiefni (dífosföt, natríumkarbónöt), maíssterkja, sýrustillir (E330)), Flögusalt), fiskisúpu kryddmauk (Karrýmauk - gult (rautt chillí, skallotlaukur, hvítlaukur, sítrónugras, salt, engifer, túrmerik, cumin, kóríanderfræ, kanill, múskat), Vatn, Fiskikraftur duft (salt, maltódextrín, glúkósasíróp, þurrkaður ÞORSKUR (14%), gerextrakt, sykur, sólblómaolía, náttúruleg bragðefni (FISKUR, SKELFISKUR), laukur, blaðlaukur, gulrætur, svartur pipar, bindiefni (E1450), þráavarnarefni (E307)), Hvítlaukur, Tælensk karríblanda (paprika, kóríander, hvítlaukur, sítróna, túrmerik, cayenne- og svartur pipar)), sesamfræ (SESAMFRÆ), olía , smjör (RJÓMI, salt), flögusalt
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun