Skip to main content

Hvítlauksmarineraðar risarækjur

með bulgursalati og ristuðum valhnetum

Einkunnagjöf

Rækjur skipa talsvert stóran sess í mataræði Íslendinga. Það gekk þó ekki átakalaust að koma þessu sjávardýri á matarborð landans og framan af var þessi afurð kölluð "kampalampi" og naut ekki virðingar. Á árunum milli 1930 - 40 var svo stofnuð rækju-niðursuðuverksmiðja og tókst þá neysla þessa gómgætis að taka við sér. Margir vilja meina að það hafi bara verið fyrir þá staðreynd að rækjan fór að koma fólki fyrir sjónir í belikum búningi, í stað þess gráa (og var þar með lystugri). Saga rækjuveiða við Íslandsstrendur er jafn áhugaverð og saga neyslunnar - en hún verður ekki sögð hér.

Hvítlauksmarineraðar risarækjur er auðvitað heimsþekkt góðgæti og okkar marinering er að sjálfsögðu óaðfinnanleg (en ekki hvað?).  Hér eru rækjurnar í uppáhaldskompaníi sínu; hvítlauk, vorlauk, dilli og sítrónu, en ásamt öllu hinu, ekki síst valhnetunum, verður hér um skemmtilegan, gómsætan og fallegan rétt að ræða. Njótið!

Nánar um réttinn

Heildartími

30-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

490 cal

Prótein

50 g

Fita

13 g

Kolvetni

37 g

Trefjar

7 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Risarækjur
Risarækjur
Bulgur
Bulgur
Vorlaukur í búnti
Vorlaukur
Steinselja - fersk
Steinselja
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Tómatur
Tómatur
Valhnetur
Valhnetur
Græn paprika
Græn paprika
Dill
Dill
Mynta fersk
Mynta
Sósugrunnur

Ofnæmisvaldar

KRABBADÝR, HVEITI, GLÚTEN, VALHNETUR, SÚLFÍT, SOJA
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun