Skip to main content
Hnetusmjörs karrý

Hnetusmjörskarrý tófu

með banana og kasjúhnetum

Einkunnagjöf

Framandi kryddin hér eru svo arómatísk að þau munu fylla eldhúsið af undursamlegri lykt sem býður manni á vingjarnlegan hátt að prófa eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem maður hefur aldrei prófað áður. Hvernig hljómar þá hetusmjörs karrý með bönunum? Venjulega notum við kókosmjólk til að gera karrý kremað en í þessum rétti hjálpar hnetusmjörið til svo um munar. Þessi kemur virkilega á óvart! Og þið hélduð að þið hefðuð smakkað allt ... ónei. Góða skemmtun (bragðlaukar)!

Nánar um réttinn

Heildartími

25-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

860 cal

Prótein

40 g

Fita

41 g

Kolvetni

78 g

Trefjar

5 g

Þessi hráefni fylgja með

Tofu
Steikt Tofu
laukur heill og skorinn
Laukur
Engifer
Engifer
Banani
Banani
Hnetusmjör
Hnetusmjör
Karrýmauk
Karrýmauk - gult
Kasjúhnetur
Kasjúhnetur
kókosmjólk og hneta
Kókosmjólk
Hrísgrjón í skeið
Hrísgrjón - Basmati
Grænmetiskraftur
Grænmetiskraftur

Ofnæmisvaldar

SOJA, JARÐHNETUR, KASJÚHNETUR
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Sóley Þorsteinsdóttir

Þróun rétta