Skip to main content
Graskers taco

Graskers taco

með svartbaunasalati og lárperumauki

Einkunnagjöf

Grasker eru skyld agúrku, kúrbít og melónu og eru upphaflega frá Mexíkó og Perú. Þegar það er matreitt, minnir grasker að mörgu leyti á sætar kartöflur og hefur svipaða áferð, en er þó minna sætt og meira „fluffy“. Grasker hentar einstaklega vel með haustlegum mat og er líka vinsælt í hrekkjarvökuskreytingum, eins og frægt er. Í graskerjum er mikið af tryptofani og karóteni, sem hvoru tveggja er afar hollt. Þau eru dásamleg fæða, einkum og sér í lagi með þessu hér, rauðkáli, lárperu og sérlegu uppáhaldi ER manna og kvenna : svartbaunum. Þetta er ekta „huggunarmatur“ og svona réttur er líka ekta „haustpartý“ – matur. Njótið og njótið!

Nánar um réttinn

Heildartími

25-30 min

Næringarupplýsingar

Orka

622 cal

Prótein

18 g

Fita

27 g

Kolvetni

64 g

Trefjar

12 g

Þessi hráefni fylgja með

Tortilla
Tortilla vefjur 6"
Grasker
Grasker
Chillíduft
Chillíduft
Lárpera skorin
Lárpera
Límóna
Límóna
Rauðkál Hrátt
Rauðkál
Svartbaunir
Svartbaunir
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Kóríander
Kóríander
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
Majónes
Majónes - Vegan
Sambal oelek
Sambal oelek

Ofnæmisvaldar

HVEITI, SINNEP
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón