Skip to main content
Eggjabaka með nautahakki

Eggjabaka með nautahakki

bræddum osti og lárperusalati

Einkunnagjöf

Þetta er ekki hitaeiningasnauðasti matur í heimi, en flestir eru sammála um gæðabragð við neyslu þessa snjalla réttar. Við segjum snjalla því þetta lítur út fyrir að vera svona tveggja tíma vinna og gífurlega flókið, en er bara hakk, egg og grænmeti - í frábærum félagsskap við Chipotle, rjóma og ost. Snilldin ein, eins og við segjum í hógværð okkar. Verði ykkur að góðu og njótið heil!

 

 

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

30 min

Næringarupplýsingar

Orka

176 kkal / 735 kJ

Fita

14 g

þar af mettuð

6,2 g

Kolvetni

1,6 g

þar af sykurtegundir

1,2 g

Trefjar

< 0.5 g

Prótein

12 g

Salt

< 0.5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Ungnautahakk
Cheddar blanda
Cheddar blanda
egg með skurn
Egg
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Salsasósa
Mild salsa
Mexíkóostur
Mexíkóostur
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Sýrður rjómi
Sýrður rjómi 18%
Lárpera skorin
Lárpera
salatblanda
Salatblanda
Smátómatar
Smátómatar
Kryddmauk fyrir tinga
Chipotle blanda

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Innihaldslýsing

Ungnautahakk (34%) (8-12% fita), EGG (16%), lárpera (10%), mild salsa (9%) (tómatar, tómatpúrra, laukur, grænn chillí, græn paprika, jalapeno, sykur, vínedik, vatn, salt, umbreytt maíssterkja, bragðefni (hvítlauks), þráavarnarefni (E300)), cheddar blanda (8%) (MJÓLK, UNDANRENNA, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252), litarefni (E160b)), sýrður rjómi 18% (6%) (UNDANRENNA, RJÓMI sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir), smátómatar (6%), RJÓMI (6%) (MJÓLK), mexíkóostur (4%) (OSTUR, SMJÖR, bræðslusölt (E450. E452), mexikósk chilikryddblanda (ih. SINNEPSFRÆ, SOJAPRÓTEIN, sykur, bragðefni), rotvarnarefni (E202)), salatblanda (3%) (lambhagasalat, íssalat, rauðrófublöð), chipotle blanda (chipotle mauk (chipotle chillí, laukur, tómatpúrra, edik, hvítlaukur, salt, kóríander), cumin, oreganó), hvítlaukur.
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun