Skip to main content

Chipotle nautapíta

með fersku grænmeti

Einkunnagjöf

Allir elska mexíkóskan mat og það þarf sko enginn að hafa móral yfir því, því ef hann er eldaður rétt getur hann verið meinhollur. Mexíkóskur matur er ávallt vel kryddaður og þar með bragð ríkur. Hann byggir á flóknum uppskriftum, sósum og fjölbreyttum innihaldsefnum svo úr verður dásamlegur dans áferða og bragða yljandi en á sama tíma ferskt. Þessi rífur mátulega mikið í en chipotle sósan er rík af chilli. Chili pipar inniheldur virkt efni sem kallast capsaicin, en það er efnið sem veldur sterka bragðinu. Chili hefur bólgueyðandi eiginleika og því jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið auk þess sem hann er auðugur af beta karótíni, C- og B-vítamínum. Þessi er eins og best verður á kosið, með nautakjöti, káli, grænmeti og nóg af sósu - hacerte bueno!

Nánar um réttinn

Heildartími

10-15 min

Næringarupplýsingar

Orka

662 cal

Prótein

35 g

Fita

23 g

Kolvetni

76 g

Trefjar

2 g

Þessi hráefni fylgja með

Nautagúllas
Nautastrimlar
Pítubrauð _ NINA
Pítubrauð súrdeigs
Chipotle sósa
Chipotle sósa
Rauðlaukur
Rauðlaukur
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
salatblanda
Salatblanda
Kryddblanda fyrir chipotle nauta pítu
Kryddblanda fyrir chipotle nauta pítu
Kóríander
Kóríander
Chipotle tómatmauk
Chipotle mauk

Ofnæmisvaldar

HVEITI, EGG, SINNEP, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón