Skip to main content
Brakandi Kjúklingabringur

Brakandi kjúklingabringur

með sætkartöflufrönskum og kryddjurtasósu

Einkunnagjöf

Hér er hátíðarmatur fyrir þá sem enn eru að hugsa um röspuðu lambakótiletturnar í eldhúsum hjá mömmum og ömmum og jafnvel langömmum. Muniði vaxdúkinn á borðinu undir eldhúsglugganum eða útsaumaða dúkinn á borðstofuborðinu undir arma-ljósakrónunni? Nóg um það. Munurinn er að þessi raspur (eða þetta rasp) er ekki muldir brauðafgangar heldur sambland af Corn Flakes og Ritz-kexi, alltsaman mátulega salt, sætt og „krispý.“ Að steikja kjúklingakjöt í þessum hjúpi er einstaklega gott og verður til þess að kjötið helst safaríkt þrátt fyrir steikingu og missir ekki bragð. Sætukartöflurnar matreiddar eins og hefðbundnar „franskar“ eru löngu orðin alþjóðlegur sælkeraréttur. Hér fylgir með uppskrift af sósu sem gefur þessu öllu upphafinn, ferskan blæ. Góða skemmtun og góða máltíð, kæra fólk.

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

40 min

Næringarupplýsingar

Orka

682 cal

Prótein

49 g

Fita

24 g

Kolvetni

60 g

Trefjar

6 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
salatblanda
Salatblanda
Jógúrtblanda
Jógúrtblanda
Raspur - Kornflex og Ritz kex
Hvítlaukssósa
Kryddjurtasósa
Agúrka
Agúrka

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Ofnæmisvaldar

MJÓLK, EGG, SINNEP, SÚLFÍT, HVEITI, BYGG, SESAMFRÆ, SELLERÍ
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Dröfn Vilhjálmsdóttir

Matarbloggari