

Uppistaðan hér er kjúklingur sem er hlutlaust en ljúffengt, proteinríkt og fitusnautt kjöt. Hundrað grömm geta gefið allt að 95% af ráðlögðum dagskammti af B3 vítamíni, 50 % af seleni og 35% af B6 vítamíni. Sætar kartöflur koma vel út með sterka kjúklingabragðinu, þær vega upp á móti en um leið falla vel að. Sætar kartöflur innihalda hátt magn Beta-karótíns og haf rannsóknir sýnt að amk 3 grömm af fitu með í máltíð eykur verulega upptöku á Beta-karótíni. Því passar vel að hafa valhneturnar með, þær gefa líka svo gott ´kröns´. Það er lungamjúk sinnepssósa með, en maturinn er svo góður að margir gleyma henni bara – ekki gera það! Hún passar einkar vel með þessu lostæti.
Nánar um réttinn
Heildartími
25-30 minNæringarupplýsingar
Orka
652 cal
Prótein
45 g
Fita
35 g
Kolvetni
33 g
Trefjar
6 g
innihald í einum skammti (á mann)
Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur

Valhnetur

Timían - ferskt

Hunangs- sinnepssósa

Sætar kartöflur

Blaðsalat

Rauð paprika
Þú þarft að eiga

Olía

Flögusalt

Pipar
Ofnæmisvaldar
VALHNETUR, SINNEP, EGG, SÚLFÍT
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.