Skip to main content
parmesan kjúlli

Bakaðar kjúklingabringur

með kartöflum og parmesan sósu

Einkunnagjöf
Leave feedback


Það er nú bara ekkert annað en það að þennan rétt er hægt að bera fram á stórhátíðum, kinnroðalaust. Þetta er í rauninni hátíðarmatur. Þó bringurnar verði löðraðar í sósu á disknum, þá verður að athuga hér er ekki um uppbakaða (óholla, afsakið) hveitisósu að ræða heldur „nýtískulega“ blöndu af öllum uppáhaldshráefnunum okkar, olíu, hvítlauk og Parmesan, rúnnað af með rjóma.  Þessi sósa er betri en flestar aðrar, það er bara staðreynd. Kartöflubátarnir eru mjög góðir með, sterkjuríkir (hver elskar það ekki?) og bragðgóðir. Sannkölluð veisla, njótið heil og hálf, eftir aðstæðum!

Nánar um réttinn

Heildartími

30-35 min

Næringarupplýsingar

Orka

925 cal

Prótein

47 g

Fita

64 g

Kolvetni

34 g

Trefjar

6 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Kartöflubátar
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Parmesan
Parmesan ostur
Sólþurrkaðir tómatar
Sólþurrkaðir tómatar
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Kjúklingakraftur
Kjúklingakraftur duft
Hvítvín
Hvítvín
Sósuþykkir
Sósujafnari
Spínat
Spínat
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
svartur pipar mulinn og korn
Pipar

Ofnæmisvaldar

SÚLFÍT, SOJA, MJÓLK, EGG, RJÓMI, HVEITI
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun