Skip to main content
Alfredo

Alfredo kjúklinga tagliatelle

með rifnum parmesanosti og klettasalati

Einkunnagjöf

Hér er kjúklinga-pastaréttur "to die for" eins og Engilsaxar segja - nei, við tökum nú bara svona til orða. Hugsunin er sennilega sprottin af sömu rótum og þegar sagt er: "sjáið Róm og deyið" eða var það Feneyjar? Semsé, að maður geti glaður dáið þegar maður hafi séð fullkomna fegurð heimsins. - Hvað um það, Ítalinn Alfedo, sem þessi réttur er kenndur við hét Aldredo di Lelio fullu nafni og hóf þá nýbreytni á fyrstu áratugum 20. aldar að matreiða þennan rétt við borð gesta sinna. Það var auðvitað fyrir Covid. Tagliatelli-ið hjúpast með rjóma-osta-sælunni og í bland við hina alsæluna, verður úr dýrðlegur réttur. Og ekki bara það, kjúklingurinn er sérlega bragðgóður með þessu. Eins og þið vitið lumum við á leyndarmálum í matargerðinni og í okkar tilfelli eru það kryddblöndur og sósur sem við sendum með. Hlutföllin eru opinber - en leynibrögðin okkar - og ykkar, meðan þið matreiðið og njótið!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

30 min

Næringarupplýsingar

Orka

797 cal

Prótein

55 g

Fita

34 g

Kolvetni

63 g

Trefjar

4 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Tagliatelle
Tagliatelle
Hvítvín
Hvítvín
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Parmesan
Parmesan ostur
Sítróna
Sítróna
Steinselja - fersk
Steinselja
Sveppir í lausu
Sveppir
laukur heill og skorinn
Laukur
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Klettasalat
Klettasalat
kirsuberjatómatar
Kirsuberjatómatar
kryddblanda
Alfredo kryddblanda
Chillí flögur
Chillíflögur

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
Salt
Salt, sjávarsalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

HVEITI, SÚLFÍT, RJÓMI, MJÓLK, EGG
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun